Hér er umfjöllun um framtíðarsýn stjórnarformanns móðurfélags Arnarlax. Þar lýsir hann meðal annars yfir að félagið leggur nú mikla fjármuni í að þróa tæknilausnir í fiskeldi sem byggja á aflandseldi, að koma risastórum sjávarmannvirkjum fyrir úti á rúmsjó þar sem laxeldið fer fram. Með þessu verður í komið í veg fyrir helstu neikvæðu umhverfisáhrifin af sjókvíaveldi.

Í umfjöllun Stundarinnar segir m.a.:

tjórnarformaður stærsta hluthafa laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, Atle Eide, segir að framtíð fiskeldis liggi ekki í sjókvíaveldi við strendur landa heldur í aflandseldi úti á rúmsjó. Atle Eide er stjórnarformaður Salmar AS, norska laxeldisrisans sem á meirihluta í Arnarlaxi, og lét hann þessi orð falla á sjávarútvegsráðstefnu í Bergen í Noregi í fyrradag …

Salmar AS leggur nú mikla fjármuni í að þróa tæknilausnir í fiskeldi sem byggja á aflandseldi, að koma risastórum sjávarmannvirkjum fyrir úti á rúmsjó þar sem laxeldið fer fram.  Með þessu verður í komið í veg fyrir helstu neikvæðu umhverfisáhrifin af sjókvíaveldi.

Samtímis reynir Arnarlax að fá frekari leyfi til að stunda sjókvíaeldi við stendur Íslands, þrátt fyrir að stjórnendur fyrirtækisins telji að framtíð fiskeldis í sjó liggi úti á rúmsjó en ekki upp í harða landi í fjörðum eins og í Noregi og á Íslandi. Fjölþætt vandræði fylgja sjókvíum í fjörðum landa, meðal annars laxalús og slysasleppingar auk laxadauða. …“