Norskir fjárfestar eru með helstu bakhjarla landeldisstöðvar sem byrjað er að koma á legg í Japan. Þó Einar K. Guðfinnsson og netapokamennirnir í sjókvíaeldinu hér við land megi ekki heyra á það minnst þá er landeldi á laxi ýmist hafið víða um heim eða framkvæmdir i gangi við stórar stöðvar.
Þegar þessi stöð í nágrenni Fuji fjalls verður tilbúin er gert ráð fyrir að hún muni framleiða sex þúsund tonn á ári sem verða seld á japönskum markaði.