Krísuástand er í sjókvíaeldisiðnaðinum í Noregi í kjölfar þess að yfirvöld hafa sett stífar takmarkanir á komur útlendinga til landsins.

Sjókvíaeldisiðnaðurinn byggir að stóru leyti á erlendu farandverkafólki í nánast öllum störfum, í áhöfnum fóðurbáta, í sláturhúsum og við viðhald skipa, eins og kemur fram í norska laxeldisfréttamiðillinn ILaks, sem segir að afleiðingar geti orðið alvarlegar fyrir þennan iðnaði.

Þetta er merkilegt í samhengi við þau meginrök talsmanna þessa mengandi iðnaðar hér á landi að hann skapi mikilvæg störf fyrir íbúa í byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja. Það er þó aðeins rétt að hluta til, eins og sú staða sem komin er upp í Noregi sannar.

Störfum fjölgar heldur ekki í nokkru hluttfalli við umfang þessa iðnaðar. Sjálfvirknivæðing og bætt tækni er sífellt að minnka þörf á aðkomu mannshandarinnar. Besta dæmið kemur einmitt frá Noregi þar sem um fjögurþúsund manns störfuðu við sjókvíaeldi 1987 þegar framleiðslan var 46 þúsund tonn. Rúmlega þrjátíu árum síðar hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um átta þúsund. Þar af sinnti erlent farandaverkarfólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra.

Þeir sem græða eru fyrst og fremst eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjana, sem geta í skjóli yfirvalda látið umhverfið og lífríkið niðurgreiða starfsemina með því að senda reikninginn fyrir menguninni og skaðanum beint þangað.

Innreise-stopp tvinger frem krisemøte for oppdrettsnæring avhengig av utenlandsk arbeidskraft