Leyfin eru ókeypis á Íslandi en kosta stórfé í Noregi. Þeir sem styðja þetta fyrirkomulag tala ekki fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar.

Skv. umfjöllun Stundarinnar:

„Norskt móðurfélag íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, Salmar AS, greiddi tæplega 4,9 milljarða króna til norska ríkisins fyrir leyfi til að framleiða 2.132 tonn af eldislaxi í Noregi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Salmar AS til norsku kauphallarinnar en laxeldisfyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaðinn í Noregi og þarf að tilkynna um öll slík viðskipti.

Laxeldisleyfin voru keypt á uppboði á laxeldisleyfum sem norska ríkið hélt og sem lauk þann 20. júní síðastliðinn. Uppboðið var haldið til að norska ríkið gæti fengið sem hæst verð fyrir ný framleiðsluleyfi á eldislaxi þar sem útgáfa nýrra leyfa hefur verið takmörkuð í Noregi á síðustu árum vegna umhverfisáhrifa laxeldisins.“