Álit norsku þjóðarinnar á sjókvíaeldisiðnaðinum hefur aldrei mælst lægra en í könnun sem birt var í síðustu viku. Orðspor sjókvíaeldisfyrirtækjanna fékk 29 stig af 100 mögulegum í könnun sem gerð var fyrir hagsmunasamtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Er það hraustleg lækkun frá 40 stigum sem hefur verið nokkuð stöðug einkunn norsku fyrirtækjanna undanfarin ár.

Ömurleg meðferð og skeytingarleysi fyrir velferð eldislaxanna vegur þyngst í þessi hruni almenningsálitsins í Noregi.

Það merkilega er að ekkert hefur breyst í starfsháttum sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Þau hafa alltaf farið hræðilega með eldislaxana.

Það sem hefur breyst er að fréttir af þessu miskunnarleysi hafa loksins byrjað að birtast í norskum fjölmiðlum.

Hér á Íslandi er þjóðin fyrir löngu orðin meðvituð um að sjókvíaeldisfyrirtækin ganga af algjöru virðingarleysi um náttúru og lífríki Íslands og fara hræðilega með eldislaxana.

65,4% Íslendinga eru andsnúnir þessum iðnaði, aðeins 13,9% styðja hann, restin tekur ekki afstöðu.

Þetta er frábær vitnisburður um hversu vel þjóðin er upplýst og áhuga hennar á að gæta að náttúrunni og auðvitað líka að vel sé farið með dýr í matvælaframleiðslu.

Í umfjöllun Intrafish (áskriftar krafist)