Í áliti minnihluta atvinnuveganefndar er lagt til að lögum um fiskeldi verði breytt á þá leið að sjókvíaeldisfyrirtækjunum verði skylt að „merkja sérstaklega umbúðir þeirra afurða sem lúsaeitur hafi verið notað á,“ eins og það er orðað í álitinu.
Þetta er athyglisverð kvöð. Komið hefur fram af hálfu Arnarlax að bandaríska verslunarkeðjan Whole Foods tekur ekki til sölu eldislax sem hefur verið meðhöndlaður með lúsaeitri. Þessi fiskur virðist hins vegar vera seldur í öðrum verslunum, þar á meðal hér á landi.
Það hlýtur að vera sjálfsagt mál að upplýsa neytendur um hvort skordýraeitri hafi verið beitt við framleiðsluna eða ekki.