Neyðarástand ríkir í sjókvíaeldi við Norður Noreg vegna mikils þörungablóma í hafinu. Fiskur stráfellur í kvíum og engin viðbrögð önnur í boði en að moka upp dauðum fiski og hætta að fóðra þá sem eftir lifa til að reyna að koma á ró í kvíunum.
Sjókvíaeldi er hrikalegur iðnaður þar sem velferð húsdýranna er óásættanleg. Hér á landi drap þörungarblómi allan fisk í sjókvíum sem voru í Seyðisfirði á sínum tíma og var þeim rekstri hætt í kjölfarið.