Þetta eru afbragðs fréttir. Við eigum að ganga af virðingu og væntumþykju um villta dýrastofna Íslands.

Skv. frétt Morgunblaðsins:

“NASF hef­ur samið um upp­kaup á fleiri net­um á Ölfusár/​Hvítár svæðinu. Áætla sam­tök­in að með síðustu samn­ing­um sem hafa verið und­ir­ritaðir sé búið að kaupa upp allt að 80% af þeim net­um sem voru í Ölfusá. Með því móti meta sam­tök­in að á bil­inu sex til átta hundruð lax­ar kom­ist lengra upp vatna­kerfið á heima­slóðir. Hér að neðan er ít­ar­leg frétta­til­kynn­ing frá NASF um stöðu máls­ins.

„Vernd­ar­sjóður villtra laxa­stofna, NASF (North Atlantic Salmon Fund), nátt­úru­vernd­ar­sam­tök sem hafa vernd Norður-Atlants­hafslax­ins að meg­in­mark­miði, komust á síðasta ári að sam­komu­lagi við hóp land­eig­anda á vatna­svæði Hvítár og Ölfusár um að laxa­net þeirra verði ekki sett niður í 10 ár, til 2030. Sam­komu­lagið fel­ur í sér að NASF greiðir land­eig­end­um á svæðinu fyr­ir að veiða ekki lax með net­um. …

Bæði land­eig­end­ur og leigu­tak­ar á svæðinu koma að fjár­mögn­un sam­komu­lags­ins í sam­starfi við NASF á Íslandi. Þessi ráðstöf­un, að semja við neta­bænd­ur um nýt­ingu á svæðinu, er í sam­ræmi við stefnu og til­gang NASF, sem mótaður var Orra heitn­um Vig­fús­syni, stofn­anda sjóðsins. Orri helgaði líf sitt bar­átt­unni fyr­ir vernd­un villta Atlants­hafslax­ins. Aðferðarfræði hans í um­hverf­is­vernd byggði m.a. á því að kaupa veiðirétt­indi, hvort sem er á hafi eða í ám, í sátt við hluteig­andi aðila, s.s. sjó­menn og land­eig­end­ur á Íslandi, í Fær­eyj­um og á Græn­landi. Fyr­ir það hlaut hann fjöl­marg­ar viður­kenn­ing­ar frá um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um víða um heim.”