Þetta eru afbragðs fréttir. Við eigum að ganga af virðingu og væntumþykju um villta dýrastofna Íslands.
Skv. frétt Morgunblaðsins:
„NASF hefur samið um uppkaup á fleiri netum á Ölfusár/Hvítár svæðinu. Áætla samtökin að með síðustu samningum sem hafa verið undirritaðir sé búið að kaupa upp allt að 80% af þeim netum sem voru í Ölfusá. Með því móti meta samtökin að á bilinu sex til átta hundruð laxar komist lengra upp vatnakerfið á heimaslóðir. Hér að neðan er ítarleg fréttatilkynning frá NASF um stöðu málsins.
„Verndarsjóður villtra laxastofna, NASF (North Atlantic Salmon Fund), náttúruverndarsamtök sem hafa vernd Norður-Atlantshafslaxins að meginmarkmiði, komust á síðasta ári að samkomulagi við hóp landeiganda á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár um að laxanet þeirra verði ekki sett niður í 10 ár, til 2030. Samkomulagið felur í sér að NASF greiðir landeigendum á svæðinu fyrir að veiða ekki lax með netum. …
Bæði landeigendur og leigutakar á svæðinu koma að fjármögnun samkomulagsins í samstarfi við NASF á Íslandi. Þessi ráðstöfun, að semja við netabændur um nýtingu á svæðinu, er í samræmi við stefnu og tilgang NASF, sem mótaður var Orra heitnum Vigfússyni, stofnanda sjóðsins. Orri helgaði líf sitt baráttunni fyrir verndun villta Atlantshafslaxins. Aðferðarfræði hans í umhverfisvernd byggði m.a. á því að kaupa veiðiréttindi, hvort sem er á hafi eða í ám, í sátt við hluteigandi aðila, s.s. sjómenn og landeigendur á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. Fyrir það hlaut hann fjölmargar viðurkenningar frá umhverfisverndarsamtökum víða um heim.“