Breskir fjölmiðlar birta í dag hrikaleg myndskeið og myndir sem teknar eru í sjókvíum með eldislax við Skotland. Fiskarnir eru illa særðir vegna lúsasmits í kvíunum þar sem aðstæðurnar eru með öllu óboðlegar.
Því miður er þetta kunnuglegt myndefni. Vídeó sem Veiga Grétarsdóttir Sulebust tók í sjókvíum á Vestfjörðum í fyrra sýndu sama ástand þar.
Á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun má nú sjá hærri tölur um lúsasmit í sjókvíum í Dýrafirði en hafa sést þar nokkru sinni áður.
Laxalúsin étur sig inn að beini á lifandi löxunum. Tilvera eldisdýranna hlýtur að vera hreint helvíti. Helsærðir laxar af völdum lúsar í sjókvíaeldi eru skelfileg sjón.
Við fengum þær upplýsingar frá MAST að Arctic Fish hefur verið að flýta slátrun uppúr sjókvíunum vegna ástandsins í Dýrafirði. Fyrirtækið ætlar sem sagt með allan þennan lax á neytendamarkað.
Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Munum að spyrja alltaf hvaðan laxinn kemur.
Breska dagblaðið Daily Express fjallar um viðbjóðinn sem þessi myndbönd afhjúpa:
A film, released on Thursday in the run-up to Christmas, highlights shocking mortality rates, cross-contamination and pollution that fish are facing. It shows distressing scenes of salmon being “eaten alive” by parasites and highlights the “heinous” nets in which fish live with no space to swim.