Nú er svo komið að hluti af sjávarbotni Dýrafjarðar er þakinn hvítri bakteríuleðju af völdum mengunnar frá sjókvíaeldi á laxi.
Hægt er að bera saman heilbrigðan sjávarbotn og botn sem sjókvíaeldið hefur malbikað yfir með þessu rotnandi lagi í myndbandi sem sem Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarkona, tók með neðansjávardróna í Dýrafirði. Stundin segir frá málinu og sýnir á vef sínum myndefni Veigu af þessari hrikalegu mengun.
Norskur sérfræðingur segir í samtali við Stundina að ástand sjávarbotnsins bendi til þess að of mikið laxeldi sé stundað í Dýrafirði og að sjávarstraumarnir í firðinum nái ekki að hreinsa svæðið af þessum bakteríum.
Uppi á yfirborði Dýrafjarðar eru starfsmenn Arctic Fish svo í akkorði ásamt erlendum verktökum að fjarlæga dauðan fisk úr kvíunum og slátra sýktum eldislaxi af veiru sem veldur beina- og hjartavöðvabólgu. Stór hluti þessa fiska er hræðilega útleikinn af vetrarsárum eftir dvölina í netapokunum.
Að minnsta kosti 500 þúsund eldisdýr hafa drepist í sjókvíum fyrirtækisins. Það er tífaldur fjöldi alls íslenska villta laxastofnsins.
Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Þetta er aðferð sem skaðar umhverfið, villta lífríkið og fer hræðilega með eldisdýrin.