Þetts er skýrt. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn sjókvíaeldi, enda er það óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Meirihluti landsmanna, eða 55,6 prósent, er neikvæður gagnvart laxeldi í opinni sjókví samkvæmt könnun sem Northatlanticsalmonfund lét Gallup gera í ágúst. 23,3 prósent segjast hlutlaus, 21,1 prósent er jákvætt.
Sífellt fleiri veitingastaðir og verslanir kjósa að bjóða aðeins lax úr landeldi og stórmarkaðir upprunamerkja umbúðir utanum eldislax.
Segjum nei við sjókvíaeldi!
Eins og Elfar Friðriksson, framkvæmdastjóri Northatlanticsalmonfund, Verndarsjóðs villtra laxastofna segir í viðtali við Fréttablaðið:
„Iðnaðurinn hefur stækkað gríðarlega hratt og Ísland er að vakna upp við vondan draum. Umræðan hefur að mestu snúist um peninga, en fólk er farið að sjá að þetta mál er risastórt náttúru- og dýraverndarmá … Eldið hefur gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Það er ekki ásættanlegt að við séum enn að stækka úreltan og stórskaðlegan iðnað.“
Könnuninni sýndi að þeir sem eru jákvæðir gagnvart sjóeldinu nefna atvinnusköpun og gjaldeyristekjur sem höfuðkosti. Þessu svarar Elfar:
„Það er ekki bara hægt að tala um atvinnusköpun og láta svo náttúruna greiða allan kostnaðinn,“ segir Elfar.