Rekstrartap Arnarlax á öðrum ársfjórðungi var um 600 milljónir króna (4,2 milljónir dollara). Þetta kemur fram í meðfylgjandi frétt Intrafish og að ástæðan hafi verið mikil dauði eldislaxa í sjókvíum fyrirtækisins.

Í fréttinni kemur fram að Arnarlax hafi nú þegar lækkað áætlanir um framleiðslu á árinu um 13 prósent.

Fyrstu þrír mánuðir ársins voru líka hörmulegir hjá fyrirtækinu vegna mikils dauða eldisdýra af völdum vetrarsára og bakteríusýkinga einsog sagt var frá í Heimildinni í vor.

Undanfarin ár hafa einkennst af vaxandi alvarlegum dýravelferðarvanda í sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa á Íslandi. Dauðinn í sjókvíunum hér er hlutfallslega miklu meiri en við Noreg, þar sem ástandið þykir óásættanlegt.

Erfitt er að skilja á hverju eftirlitsstofnanir grípa ekki inn í og stöðva þennan rekstur á grundvelli ítrekaðra brota á starfs- og rekstrarleyfum fyrirtækjanna.

Intrafish fjallar um afkomu SalMar og Icelandic Salmon (áskriftar krafist)

Icelandic Salmon, a division of Norwegian salmon farmer SalMar, has reduced its harvest forecast for the full year as a result of “biological challenges” that the company says will have lasting effects into 2025.

The company, which operates under the name Arnarlax, cut its full-year 2024 production forecast by 2,000 metric tons, or about 13 percent, to 13,000 metric tons. It also recorded an operating loss for the second quarter.

Opinberlega tala stjórnendur Arnarlax um „líffræðilegar áskoranir“ í rekstrinum þegar hið rétta er að hundruðir þúsunda eldislaxa er að drepast vegna vetrarsára og bakteríusýkinga.

Heimildin fjallaði um uppgjörið:

Norska laxeldisfyrirtækið Salmar greinir ekki frá því í nýju uppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung þess árs af hverju um 300 þúsund eldislaxar drápust hjá Arnarlaxi í mars. Salmar er stærsti hluthafi Arnarlax. Heimildin fjallaði um laxadauðann hjá fyrirtækinu í lok apríl og hafði þá eftir forstjóra Arnarlax, Björn Hembre, að fyrirtækið myndi ræða um laxadauðann þar. „Við munum kynna fyrsta ársfjórðungsuppgjör okkar fyrir 2024 þann 14. maí og við munum ræða þetta mál þar,“ sagði hann.

Í uppgjöri félagsins er hins vegar ekki greint frá ástæðu laxadauðans, sem felur í sér fjárhagslegt tjón upp á 3,6 milljónir evra eða tæplega 542 milljónir króna, heldur er einungis talað um líffræðilegar áskoranir. „Kostnaður Icelandic Salmon [Arnarlax] út af slátruðum fiski var mikill vegna líffræðilegra áskorana og hafði þetta áhrif á uppgjör félagsins.“