Tvær af mest lesnu fréttum Salmon Business News 2019 fjalla um bönn þjóðríkja á sjókvíaeldi og tvær um landeldisverkefni.
Mest lesna frétt ársins er um gríðarlegan fiskidauða í sjókvíum við Noreg síðastliðið sumar, þegar um átta milljón fiskar köfnuðu í kvíunum vegna þörungablóma. Til að setja þá tölu í samhengi þá telur allur stofn íslenska villta laxins um 80 þúsund fiskar.