Maurasýra er notuð í miklum mæli af sjókvíaeldisfyrirtækjunum.
Eldislöxum sem lifa ekki af vistina í kvíunum (gríðarlegur fjöldi) er dælt upp og þeir settir í tanka með þessu baneitraða og ætandi efni.
Þetta mengunarslys á Bíldudal hefur verið í boði Arnarlax þó það komi ekki fram fréttinni.
Við vekjum athygli lesenda á magninu af körum undan maurasýrunni sem eru geymd undir berum himni við Bíldudal.
Þúsundir lítra eru í hverju kari. Sjá mynd í fréttinni.
RÚV hefur staðfest að eigandi maurasýrunnar er Arnarlax.
Fyrirtækið setur dauða eldislaxa úr sjókvíum í tanka með maurasýrunni og leysir þá þannig upp.
Dauður fiskur er stór hluti af sjókvíeldi. 4,5 milljónir eldislaxa drápust í kvíum hér við land í fyrra.
Það er á við 75-faldan íslenska villta laxastofninn.
Maurasýra er efni sem notað er í margvíslegum tilgangi, meðal annars í fóðurgerð, votheysgerð og verkun ýmissa fiskiafurða. Hún getur valdið alvarlegum bruna ef hún kemst í snertingu við fatnað eða húð og gas af hennar völdum getur valdið alvarlegri ertingu í öndunarvegi og augum.
Engin mengun barst til byggða„Þegar svona maurasýra lekur út þá koma bæði mjög hættulegar gufur sem fara bæði í öndunarfæri og augu og erta það og þá er sérstaklega hættulegt ef þú færð þetta á föt eða á húð, þá brennir maurasýran sig í gegnum allt saman,“ sagði Davíð Rúnar.
Hann sagði að engin hætta hefði verið fyrir íbúa í byggð vegna mengunar frá maurasýrunni. „Það er ekki byggð akkúrat þarna nálægt og gasið frá þessu dreifist ekki neitt rosalega mikið í þessu magni en ef þú hefðir verið mjög nálægt og fengið gufuna yfir þig þá hefðirðu brunnið illa.“
Davíð Rúnar sagðist ekki vita nákvæmlega hvað hefði gerst annað en að óhapp hefði orðið þegar verið var að afferma flutningabíl með um tíu til tuttugu svokallaða bamba af maurasýru sem hver hefði innihaldið um þúsund lítra.