Fróðlegt verður að sjá hvernig þetta mál fer.
Meirihluti heimafólks vill ekki sjá sjókvíaeldi í firðinum og umsóknarferlið virðist í besta falli vera á gráu svæði.
Skv. frétt RÚV:
Fiskeldi Austfjarða áformar fiskeldi á þremur stöðum í Seyðisfirði en meirihluti Seyðfirðinga virðist mótfallinn því. 55% íbúa skrifuðu undir mótmæli gegn eldi í firðinum. Þeir eru ekki síst ósáttir við að Fiskeldi Austfjarða telji sig óbundið af nýju haf- og strandsvæðaskipulagi sem er í vinnslu, eldisáformin voru tilkynnt áður en lög um skipulagið tóku gildi.
En samkvæmt lögfræðiáliti sem VÁ, félag um vernd fjarðar, lét gera kemur í ljós að allur fjörðurinn er skilgreindur sem hafnarsvæði sem þýðir að Seyðisfjarðarhöfn og sveitarfélagið fara með skipulagsvaldið. Samkvæmt lögfræðiálit sem höfnin lét vinna færðist það skipulagsvald yfir til svæðisráðs sem vinnur strandsvæðisskipulagið þegar lög um það tóku gildi.