Þessi eldislax var skotinn í köfun í Ísafjarðará í gær. Einsog sjá má á myndunum eru sárin eftir lúsina hræðileg. Hún hefur étið hreistur og hold laxins þannig að sést í höfuðbein fisksins.
Svona fer vistin í sjókvíunum með eldisdýrin. Líklega er þessi eldislax kominn frá Daníel Jakobssyni og félögum hjá Arctic Fish sem staðfest er að hafa ítrekað misst eldislaxa frá sér,
Við höfum sent Matvælastofnun (MAST) fyrirspurn um hvað eftirlitsskýrslur stofnunarinnar segja um lúsastöðuna í sjókvíum á Vestfjörðum. Hún hlýtur að vera afar slæm þegar svona áverkar eru komnir á eldisdýrin.
Samkvæmt yfirliti yfir fundargerðir fisksjúkdómanefndar á heimasíðu MAST var síðasti fundur hennar 1. september. Þá ráðlagði nefndin að heimiluð yrði notkun lyfjafóðurs og aðgerða gegn laxalús í 64 sjókvíum á Vestfjörðum.
Fundargerðir nefndarinnar hafa ítrekað komið seinna inn á heimasíðuna en innan viku eftir fund einsog vinnureglur stofnunarinar segja þó til um að þær eigi að gera. Við höfum óskað eftir upplýsingum um hvort fisksjúkdómanefnd hafi fundað frá 1. september.

