Mjög mikilvægt er að rannsaka til hlýtar hvað olli þessi umhverfisslysi í Andakílsá. Talið er að átta til tíu þúsund tonn af botnseti hafi borist í ánna þegar hleypt var úr inntakslóni Andakílsvirkjunar vorið 2017. Afleiðingar fyrir villta laxastofna og sjóbleikju árinnar voru skelfilegar.
„Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Vesturlandi að rannsaka frekar hvað olli umhverfisslysi í Andakílsá vorið 2017. Morgunblaðið greinir frá.
Orka náttúrunnar tæmdi þá inntakslón Andakílsárvirkjunar sem varð til þess að þúsundir rúmmetra af seti bárust í ána og spilltu gjöfulum laxveiðistöðum. Skorradalshreppur kærði málið til lögreglu, sem hætti rannsókninni í maí í fyrra. Ríkissaksóknari felldi þá ákvörðun úr gildi í september í fyrra og gerði lögreglu að rannsaka málið betur.
Morgunblaðið hefur eftir Árna Hjörleifssyni, oddvita Skorradalshhrepps, að hann telji málið ekki hafa verið nægjanlega rannsakað í fyrri rannsókn lögreglu. Sveitarfélagið vilji fá svör um það hvað gerðist.
„