Umfjöllun Stundarinnar í tilefni að viðtalinu sem birtist í síðustu viku við Norðmanninn Atle Eide, sem er þungavigarmaður í norska eldisiðnaðinum. Hann segir að ný tækniþróun og krafa um sjálfbæra framleiðslu muni binda enda á framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum. „Við munum líklega ekki sjá hefðbundnar, alveg opnar sjókvíar neins staðar árið 2030,“ segir Atli Eide í viðtalinu við Intrafish.
Með nýrri tækni á Atle við landeldi á fiski og eða aflandseldi í risastórum mannvirkjum lengst úti á hafsjó þar sem umhverfisáhrif eru minni en í sjókvíaeldinu.
Það skýtur verulega skökku við að á sama tíma er verið að gefa út leyfi hér við Ísland fyrir auknu sjókvíaeldi, sem er þó vitað að er hvorki sjálfbært né umhverfisvænt.
Skv. frétt Stundarinnar:
„Staðan er því sú að samtímis og stjórnarformaður stærsta hagsmunaðilans í íslensku laxeldi, Salmar AS sem er ráðandi hluthafi í Arnarlaxi, bendir á að sjókvíaeldi sé að verða úreld framleiðsluaðferð þá berst Arnarlax fyrir því að sjókvíaeldi á Íslandi verði stóraukið.
Í viðtalinu við Intrafish í síðustu viku sagði Atli Eide að kröfur samfélagsins hefðu breyst svo mikið og að tækniþroun samtímans hefði gert það að verkum að eðlisbreyting í laxeldisiðnaðinum gæti jafnvel verið fjárhagslega hagkvæm og arðbærari til lengri tíma litið en að stunda sjóakvíaeldi. „Kröfur samfélagsins hafa breyst svo mikið og tækniþróunin mun gera það arðbært að breytast,“ segir Atli Eide í viðtalinu.
Þesis rök Atla Eide fyrir endalokum sjókvíaeldis byggja því ekki eingöngu á því að þessi framleiðsluaðferð muni hætta að vera notuð vegna þess að hún er ekki sjálfbær og umhverfisvæn heldur einnig að laxeldisfyrirtækin muni hætta að nota hana af fjárhagslegum ástæðum. Í gegnum tíðina hafa rökin gegn sjókvíaeldi einkum byggt á umhverfislegum rökum en ekki fjárhagslegum.“