Sjókvíaeldi er iðnaður sem níðist á eldislöxunum og skaðar lífríkið.
Sjókvíaeldisfyrirtækin munu ekki breyta starfsháttum sínum nema stjórnvöld skikki þau til þess.
Hingað til hafa fyrtækin komist upp með að haga sér einsog þeim sýnist. Hafa meðal annars brotið ýmis lög og reglugerðir án þess að eftirlitsstofnanir hafi nýtt sér þær heimildir sem þær hafa til að láta fyrirtækin axla ábyrgð á brotunum.
Þetta þarf að breytast.
Vísir ræddi við Jón Kaldal hjá IWF um ástandið:
Fyrstu fimm mánuði ársins 2023 drápust um 1,3 milljónir eldislaxa í sjókvíum. Tölurnar eru verri núna. Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að stjórnvöld verði að grípa í taumana.
Nýjar tölur yfir „afföll“ dauða eldislaxa voru að koma inn á mælaborð fiskeldis hjá MAST. Maí 2024 er talsvert verri en maí 2023 og fyrstu fimm mánuðir ársins miklu verri en sömu mánuðir 2023.
Fyrstu fimm mánuði ársins 2023 drápust um 1,3 milljónir eldislaxa í sjókvíunum. Talan er rétt tæplega tvær milljónir nú. Það er á við 100-faldur hrygningarstofn íslenska villta laxins.
Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sem hefur beitt sér verulega gegn sjókvíaeld, segir að stjórnvöld verði að grípa í taumana og stöðva rekstur fyrirtækja sem fara svona skelfilega með eldisdýrin.
„Við vitum að SFS mun berjast um á hæl og hnakka gegn löggjöf sem tekur fyrir þessa starfshætti því þjáning og dauði eldislaxanna er bókstaflega hluti af viðskiptamódeli sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Þau gera ráð fyrir að hátt hlutfall lifi ekki af aðstæðurnar í sjókvíunum,“ segir Jón.
Að sögn Jóns skoruðu stærstu samtök norskra líffræðinga og sérfræðinga á sviði fisksjúkdóma í vor á norsk stjórnvöld skikka norsk sjókvíaeldisfyrirtæki til að koma afföllum undir 5 prósent á ári.
„Fyrirtækin munu ekki bæta ráð sitt sjálfviljug, hvorki hér né í Noregi.“