Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa sjókvíeldisfyrirtækin látið 2,3 milljónir eldislaxa drepast í kvíunum. Þetta er 50 prósent hærra hlutfall en var á sama tíma og í fyrra, og slagar upp í heildardauðann hvort ár fyrir sig 2021 og 2022.

Dauðinn í sjókvíunum hefur farið vaxandi á hverju einasta ári frá því núverandi bylgja sjókvíeldis hófst fyrir um fimmtán árum.

Það er sláandi að sífellt hærra hlutfall eldisdýranna lifir ekki af þann aðbúnað sem fyrirtækin búa þeim.

Þegar komið er að slátrun eftir tvö ár í sjókvíum, eru um og yfir 40 prósent eldislaxanna, sem voru settir í kvíarnar, dauðir.

Í könnun sem Gallup gerði fyrr í þessum mánuði kemur fram að þjóðin er vel meðvituð um þessa ömurlegu meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna á á löxunum. Þar sögðust 61,7 prósent aðspurðra telja að meðferð eldislaxa í sjókvíum við Ísland væri slæm.

Myndin sýnir eldislaxa í sjókvíum Arctic Fish síðastliðið haust.

Hverslag fólk er það sem vinnur við að fara svona með dýr eða styður þessa starfsemi?