Áfram heldur landeldisvæðingin um allan heim, þó svo Einar K. Guðfinnsson talsmaður sjókvíaeldis á Íslandi haldi því fram að ekki sé viðskiptalegur grundvöllur fyrir slíkum rekstri. Stöðin sem sagt er frá í meðfylgjandi frétt verður staðsett í norðurhluta Frakklands og mun framleiða 10 þúsund tonn á ári.
Í vikunni var sagt frá því á fréttamiðlinum Salmon Business að félagið á bakvið landeldisstöðina risavöxnu í Miami er nú metið á um einn milljarð dollara og hefur á stuttum tíma hækkað um 50 prósent.