Smám saman er að renna upp ljós hjá þeim sem því miður settu alltof lausan ramma utanum sjókvíaeldi hér við land:
„Sá áframhaldandi vöxtur sem orðið getur í fiskeldi hérlendis má ekki verða á kostnað umhverfisins. Umhverfið sjálft er helsta markaðstækifærið,“ segir í skýrslu sem var unnin fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og birt í síðustu viku.
Skilyrðin fyrir eldi á fiski eru skýr að mati okkar hjá IWF:
1) Eldið má ekki skaða umhverfið né lífríkið með erfðablöndun, sníkjudýrum eða sjúkdómum.
2) Starfsemin má ekki losa óhreinsað skólp í umhverfi sitt.
3) Meðferð eldisdýranna skal vera mannúðleg.
Frétt Morgunblaðsins af skýrslunni:
Skýrslan var unnin af Sjávarklasa Íslands fyrir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og var birt í gærkvöldi. „Það er fyllilega tímabært að menn fari að takast á við það að reyna að spá aðeins í það hvernig þessari atvinnugrein muni reiða af og hvernig við getum styrkt undirstöður undir það að stunda þetta á sem ábyrgastan hátt,“ segir hann.
Kynntar eru þrjár ólíkar sviðsmyndir í skýrslunni fyrir framtíðarþróun fiskeldis hér á landi til ársins 2030 og eru forsendur hraðvaxtarskeiðs fiskeldisins taldar vera ný tækni með lokaðar sjókvíar og/eða ófrjóan fisk og að fyrirtæki hafi náð tökum á úthafseldi. Er talið að lokaðar kvíar opni á ný nýtingarsvæði við Norður- og Vesturland en úthafseldi á Suðurlandi. Ekki er gert ráð fyrir að opnað verði fyrir sjókvíaeldi á þeim svæðum sem eru utan gildandi burðarþolsmats, útskýrir Árni.