„Barnabörn okkar munu erfa jörðina, við ætlum að skilja eftir okkur fótspor sem þau geta verið stolt af,“ segir norski frumkvöðullinn Roy Bernt Pettersen, en hann er að reisa landeldisstöð í Norður Noregi.
„Laxinn mun ekki geta flúið, hann verður laus við laus og þörungablóma.“ Markmiðið er að vera með sjálfbærasta laxeldi í heiminum.
Þegar stöðin verður fullbyggð mun hún framleiða 70 þúsund tonn á ári, eða sama magn og getur orðið að hámarki hér við land, sé miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar.
Í fréttinni er hægt að horfa á mjög athyglisvert myndband sem sýnir tæknina að baki stöðinni.