Í útboðsgögnunum sem tryggðu stóru landeldisstöðinni í Miami 11 milljarða króna viðbótarfjármagn í gær kemur fram að árið 2030 á framleiðslan á að nema 220 þúsund tonnum. Til að setja þá tölu í samhengi getur sjókvíaeldisframleiðslan við Ísland ekki orðið meira en 71 þúsund tonn á ári miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar.
Þessi 220 þusund tonn verða framleidd á landi þar sem áður var tómataakur í útjaðri Miami.