Lagareldisfrumvarp VG setur engar hömlur við menguninni sem sjókvíaeldisfyrirtækin láta streyma úr kvíunum. Þar er í eitruðum kokteil fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast, skordýraeitur og lyf auk þungmálmsins kopars.

Lagareldisfrumvarp VG heimilar sjókvíaeldisfyrirtækjunum að halda áfram að láta eldislaxa sleppa í stórum stíl án þess að framleiðslukvótar þeirra skerðist. Fyrirtækin fá magnafslátt af sektum þegar þau missa mikinn fjölda af fiski úr sjókvíunum. Eldislax veldur óafturkræfum skaða þegar hann blandast villtum laxastofnum landsins.

Lagareldisfrumvarp VG heimilar sjókvíaeldisfyrirtækjunum að halda áfram að fara hræðilega með eldislaxana. Þau geta látið yfir 20 prósent eldisdýranna drepast í 18 tímabil í röð (27-36 ár) áður en ákvæði frumvarpsins um forsendubrest og leyfissviptingu virkjast.

Með svona vini þarf náttúra Íslands ekki óvini.

Myndin sýnir dauðvona eldislaxa vegna lúsasmits í sjókvíum Arctic Fish í Tálknafirði.