„Það hljómar frekar ríflegt en á þessari sekt er magnafsláttur! 150 laxar sleppa, eftir það skiptir engu máli hvort laxarnir verði þúsund í viðbót, því sektin getur aldrei orðið hærri en 750 milljónir. Magnaafsláttur á umhverfissóðaskap er skelfilegt hugmynd.“
Gísli Rafn Ólafsson og flokkssystkini hans í Pirötum standa með náttúru og lífríki Íslands.
Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd.
…
Núverandi frumvarp segir til um 5 milljónir í sekt á hvern lax sem veiðist fyrir utan kví.
„Það hljómar frekar ríflegt en á þessari sekt er magnafsláttur! 150 laxar sleppa, eftir það skiptir engu máli hvort laxarnir verði þúsund í viðbót, því sektin getur aldrei orðið hærri en 750 milljónir. Magnaafsláttur á umhverfissóðaskap er skelfilegt hugmynd.“
Gísli Rafn spurði Bjarkey hvort hún héldi virkilega að 750 milljóna króna sekt, sem mögulega þarf jafnvel að lækka, sé nægjanlegur hvati fyrir fyrirtæki eins og Arnarlax, sem borgar sér tugi milljarða í arð á ári, til að gulltryggja sínar kvíar með tilheyrandi kostnaði?
Bjarkey sagði það tillögu frá sér að þetta væru hámarks sektir en það er atvinnuveganefndar að vinna úr því. Hún sagði að ekki væri meirihluti, hvorki á þessu þingi né milli flokka, um hvort banna eigi fiskeldi í sjó. Gísli Rafn hafi minnt á að Píratar væru eini flokkurinn með þá stefnu. En það þurfi að bæta lagaumhverfið. Arnarlax-menn væru vissulega að greiða sér risaarð af starfseminni, en það eigi kannski ekki við um öll fyrirtæki í greininni.
Bjarkey nefndi að það kæmi til greina að vera með hvetjandi reglugerðir eða ívilnandi sem gæti orðið til að koma starfseminni í lokað eldi eða í geldfiska, að atvinnustarfsmein verði með betri hætti en hún er í dag. …