Samkvæmt tölum norsku Hafrannsókna-stofnunarinnar má gera ráð fyrir að einn eldislax sleppi að meðaltali úr hverju tonni sem framleitt er í sjókvíum.
Þetta þýðir að á hverju ári munu sleppa um tvöfalt fleiri eldislaxar úr sjókvíum en nemur öllum fjölda íslenska villta laxins, en talið er að íslenski stofninn sé nú innan við 60 þúsund fiskar.
Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum.
Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.
Gríðarlegur dauði eldisdýranna í sjókvíunum er hluti af viðskptamódeli sjókvíaeldisfyrirtækjanna.