Stjórn Klúbbs matreiðslumanna hefur tekið þá skynsamlegu ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. Var það eina í stöðunni til að leiðrétta þau augljósu mistök sem samningurinn var.
Í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumana:
„Stjórn K.M. harmar þau viðbrögð sem samstarfssamningurinn hefur valdið. Það er von stjórnar K.M. að með þessu skapist sátt um störf kokkalandsliðsins í framtíðinni og að forsvarsmenn Arnarlax og aðrir sem að málinu koma sýni málinu skilning.“
Í samtali við Vísi segir Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður K.M., að vannefndirnar snúist að greiðslum sem áttu að berast frá Arnarlaxi:
„Það er þannig að samningurinn var undirritaður 20. ágúst. Í honum felst að Arnarlax þarf að greiða ákveðna fjárhæð í tveimur jöfnum greiðslum.
Gjalddagi fyrri greiðslu var 1. september. Sú greiðsla var ekki innt af helgi. Samningum var meðal annars rift vegna þess greiðsludráttar,“ segir Einar Hugi.
Hann segist ekki vita hvort gengið hafi verið á eftir greiðslunni eða ekki. Þá vilji hann ekki tjá sig um hve háa upphæð ræði.
„Ég vil ekki fara út í efnisatriði samningsins en get þó upplýst að þetta var tiltekin fjárhæð sem átti að berast í tveimur greiðslum. Sú fyrri 1. september og seinni 1. mars. Sú fyrri er fallinn á gjalddaga. Greiðslan var ekki innt af hendi.“