Sjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna sjókvíaeldi við Bresku Kólumbíu á vesturströnd landsins þrátt fyrir að mikill meirihluti útflutningsverðmæta fylkisins sé frá þeirri starfsemi.
Skaðsemin fyrir umhverfið og lífríkið þykir óásættanlegt og allar sjókvíar eiga því að vera farnar upp fyrir árið 2025. Í staðinn mun eldið fara á land.
Stjórnvöld birtu í gær 64 blaðsíðna skýrslu um stöðuna og þessi áform.