Viðræður Stefáns Einars Stefánssonar, þáttastjórnanda, við Jens Garðar Helgason frá Fiskeldi Austfjarða og Jón Kaldal frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum eru fróðlegar.

Þessi þáttur er í opinni dagskrá á vef Morgunblaðsins.

Óhætt er að segja að kast­ast hafi í kekki á milli þeirra Jens Garðars Helga­son­ar aðstoðarfor­stjóra Fisk­eld­is Aust­fjarða og Jóns Kal­dal tals­manns Íslenska Nátt­úru­vernd­ar­sjóðsins í nýj­asta þætti af Spurs­mál­um sem sýnd­ur var í beinu streymi hér á mbl.is fyrr í dag.

Gustað hef­ur um lax­eld­is­mál­in hér á landi að und­an­förnu eft­ir að skýrsla Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands leit dags­ins ljós og ljóst að skipt­ar skoðanir eru á fisk­eldi við strend­ur Íslands.

Hafa ákveðin sjón­ar­mið verið uppi um að slík starf­semi geti valdið meiri skaða en verðmæt­um, þá sér­stak­lega þegar litið er til um­hverf­is­sjón­ar­miða. Ekki eru þó all­ir á þeim bux­un­um líkt og lesa má úr þeirri líf­legu umræðu sem skapaðist í þætt­in­um. …