Viðræður Stefáns Einars Stefánssonar, þáttastjórnanda, við Jens Garðar Helgason frá Fiskeldi Austfjarða og Jón Kaldal frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum eru fróðlegar.
Þessi þáttur er í opinni dagskrá á vef Morgunblaðsins.
Óhætt er að segja að kastast hafi í kekki á milli þeirra Jens Garðars Helgasonar aðstoðarforstjóra Fiskeldis Austfjarða og Jóns Kaldal talsmanns Íslenska Náttúruverndarsjóðsins í nýjasta þætti af Spursmálum sem sýndur var í beinu streymi hér á mbl.is fyrr í dag.
…
Gustað hefur um laxeldismálin hér á landi að undanförnu eftir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands leit dagsins ljós og ljóst að skiptar skoðanir eru á fiskeldi við strendur Íslands.
Hafa ákveðin sjónarmið verið uppi um að slík starfsemi geti valdið meiri skaða en verðmætum, þá sérstaklega þegar litið er til umhverfissjónarmiða. Ekki eru þó allir á þeim buxunum líkt og lesa má úr þeirri líflegu umræðu sem skapaðist í þættinum. …