Ísland er síðasta vígi villtra laxastofna í N-Atlantshafi. RÚV ræddi við Jim Ratcliffe í kjölfar ráðstefnu verndaráætlunarinnar Six Rvers Iceland, sem haldin var í Reykjavík.
Á ráðstefnunni kynntu vísindamennirnir niðurstöður rannsókna sinna, en Ratcliffe er forgöngumaður og fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins. Ratcliffe er ýmist eigandi eða leigjandi þekktra áa í Vopnafirði og víðar fyrir austan og norðaustan eins og Selár, Hofsár, Sunnudalsár, Hafralónsár, Vesturdalsár, Miðfjarðarár og Tungulækjar.
Það eru ekki bara þessar ár sem eru í húfi heldur sú staðreyndin stofn Atlantshafslaxinn er í vondum málum, ef svo má segja, annars staðar. Vestanhafs er ástandið slæmt, í Skotlandi hörmung, segir Ratcliffe, og 70 prósent laxveiðiáa í Noregi er mengaður af eldislaxi. Í miðju Atlantshafi sé svo Ísland einstaklega mikilvægt:
„Á Norðausturlandi býr afar fátt fólk, þar er engin mengun og engin mannleg afskipti af ánum. Árnar eru í sinni náttúrulega mynd. Ef við getum ekki hjálpað laxinum á norðaustanverðu Íslandi á hann sér ekki viðreisnar von.“
Ef litið er svo þrjú 400 ár aftur í tímann þá megi segi að maðurinn hafi þurrkað upp 95 prósent af stofni Atlantshafslaxsins. Ána Rín í Þýskalandi tengir enginn við laxveiði. Rín var hins vegar stærsta laxveiðiá Evrópu fyrir nokkrum öldum.
…
Síaukið sjókvíaeldi á laxi hér við land þykir Ratcliffe varhugavert, dæmin til dæmis frá Noregi sýni það. Og hann segir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir það að eldislaxi sleppi og að hann muni þá á endanum blandast villta stofninum og þar með veikja hann.
„Mér finnst að Ísland eigi ekki að samþykkja lax úr eldi. Ef villtur lax lifir einhvers staðar af verður það á Íslandi. Hvergi annars staðar.“…
Hann segir að ekki þurfi að spyrja að leikslokum verði erfðablöndun á eldislaxi og villta stofninum. Hann vísar í nýleg ummæli breska sjónvarpsmannsins Davids Attenborughs um áhrif mannsins á jörðina. Nú sá samanlagður massi og þyngd jarðarbúa og búfjár þeirra 96 prósent af þyngd allra dýra á jörðinni, segir Attenborough. Það þýðir í rauninni að maðurinn hefur þurrkað út flestar dýrategundir á jörðinni og skipt þeim út fyrir manninn og búfé hans. Ratcliffe vill að maðurinn eigi að deila jörðinni með sumum öðrum tegundum sem líka búa hér. Og hann segir villta laxinn dýrðlega skepnu sem manninum bera að vernda og reyna að bjarga.