Ingólfur Ásgeirsson, einn stofnanda IWF, svaraði rangfærslum Einars K. Guðfinnssonar með grein í Morgunblaðinu í gær.
Einar hafði í aðsendri grein meðal annars farið rangt með kolefnisfótspor sjókvíaeldis og skautað algjörlega framhjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar.
Sorglegt er að sjá til þessa fyrrum sjávarútvegsráðherra og forseta Alþingis í hagsmunagæslustörfum hans fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna hér við land.
