Þetta er staðan í Noregi.

Við vekjum athygli lesenda á því að í umræðum hér í athugasemdakerfinu hafa talsmenn sjókvíaeldisiðnaðarins ítrekað haldið því fram að staða villtra laxastofna í Noregi sé sterk. Er það þó í fullkominni mótsögn við það sem norska Vísindaráðið um laxinn hefur sagt, en í ársskýrslum ráðsins kemur fram að sjókvíaeldi á laxi er stærsta manngerða ógnin við norskan villtan lax.

Ástandi villtra laxastofna er langverst við þann hluta strandlengju Noregs þar sem sjókvíaeldið er mest.Þetta eru svo sannarlega dapurlegir tímar.

Morbunlaðið ræddi við Rune Jensen sem er í forsvari fyrir samtökin SalmonCamera sem berjast fyrir vernd villtara laxastofna

Norska um­hverf­is­stofn­un­in hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þess efn­is að til al­var­legr­ar skoðunar sé að loka laxveiðiám í 19 af 22 fylkj­um lands­ins. Tekið er fram í yf­ir­lýs­ing­unni að lok­un kunni að koma til inn­an skamms og þá með stutt­um fyr­ir­vara.

Ástæðan fyr­ir þess­ari yf­ir­vof­andi ákvörðun er fyrst og fremst vegna þess hversu fáir lax­ar eru að ganga í norsku árn­ar. Í fyrra var lé­leg­asta ár í Nor­egi með til­liti til veiða á laxi, frá því að byrjað var að halda utan um töl­fræði í norsk­um veiðiám og veiði í net í sjó. Árið í fyrra og töl­urn­ar sem þá voru uppi á borðinu eru hátíð miðað við þá stöðu sem virðist vera uppi í ár.

Tekið er fram í til­kynn­ing­unni að þetta sér gert til að koma í veg fyr­ir al­gert hrun í norsk­um laxa­stofn­un. Bent er á að ef held­ur fram sem horf­ir í sum­ar verði hrygn­ing­ar­stofn­ar und­ir þeim mörk­um sem nauðsyn­leg eru tal­in og það geti leitt af sér hrun í laxa­stofn­um til framtíðar. Jafn­framt er bent á að lok­un­in geti tekið gildi með stutt­um fyr­ir­vara.

Rune Jen­sen er í for­svari fyr­ir norsku sam­tök­in SalmonCa­mera sem vinna að vernd­un lax­ins. Rune sagði í sam­tali við Sporðaköst að þetta væri grafal­var­leg staða sem upp væri kom­in. „Það er verið að horfa til þess að mögu­lega loka laxveiðiám frá landa­mær­un­um við Svíþjóð í suðri og norður fyr­ir Þrænda­lög. Það hef­ur verið tekið fram að þetta geti gerst með stutt­um fyr­ir­vara. Við erum að tala um nokk­ur hundruð laxveiðiár. Það eru bara þrjú nyrstu fylk­in sem hafa verið með eðli­lega laxa­gengd það sem af er sumri,“ upp­lýsti Rune.

Þetta eru drama­tísk­ar töl­ur, Rune?

„Já. Þær eru það. Í norður Nor­egi sjá­um við eðli­leg­ar laxa­göng­ur og þar er veiðin í sum­um ám mjög góð. Ástandið er hins veg­ar al­var­legt í mið hluta lands­ins og alla leið til suður hluta Nor­egs. Við í SalmonCa­mera sam­tök­un­um styðjum þessa nálg­un. Við telj­um hins veg­ar þetta sé kannski full snemmt og telj­um rétt að bíða og sjá hvað ger­ist á næsta stóra straumi, hvort að göng­urn­ar séu mögu­leg sein­ar fyr­ir. Ég trúi því hins veg­ar að stjórn­völd séu líka að horfa til þeirra neta­veiða á laxi sem stundaðar eru í fjörðum Nor­egs og eru heim­il­ar. Stjórn­un­in á þeim veiðum er ein­ung­is sá tími sem heim­ilt er að vera með net­in í sjó. Ekki er tekið til­liti til fjölda veiddra laxa eða slíkra hluta. Ég held að stjórn­völd vilji hafa vaðið fyr­ir neðan sig og koma í veg fyr­ir að um­tals­verður hluti lax­ins verði veidd­ur áður en hann kemst upp í árn­ar.“

Rune seg­ir að nú þegar hafi nokkr­um ám verið lokað, eða til­kynnt um að þeim verði lokað fljót­lega, óháð því hvað stjórn­völd gera í fram­hald­inu.

Veistu hvernig þetta verður gert, komi til lok­un­ar á hluta af laxveiðiám eða lands­svæðum?

„Við erum ekki að tala um hluta af Nor­egi. Þarna er verið að tala um all­an Nor­eg nema nyrstu þrjú fylk­in, Troms, Nor­land og Finn­mörk.“

Þessi staða kem­ur upp í fram­haldi af því að vís­indaráð sem fjall­ar um lax­inn í Nor­egi sendi frá sér skýrslu og stöðumat þann 17. þessa mánaðar. Í ráðinu sitja þrett­án vís­inda­menn frá sjö stofn­un­um og há­skól­um í Nor­egi. Í kjöl­far þeirr­ar um­sagn­ar og skýrslu hafa all­ar viðvör­un­ar­bjöll­ur nú farið af stað í Nor­egi.

Árið 2016 skrifaði Rune grein í Morg­un­blaðið þar sem hann bað Íslend­inga um að vera skyn­sama og var­kára þegar kom að upp­gangi sjókvía­eld­is í ís­lensk­um fjörðum. „Við vor­um það svo sann­ar­lega ekki hér í Nor­egi og það er vitað að sjókvía­eldi er stærsta ógn­in við laxa­stofna.“

En Rune, gæti verið að lax­inn sé svona seinn á ferðinni og að það ræt­ist úr þessu?

„Við vilj­um svo gjarn­an trúa því. Og við vilj­um trúa, með áherslu á vilj­um, að lax­inn hafi dvalið leng­ur á fæðuslóð því skil­yrði í haf­inu hafi verið svo góð. Jafn­vel bæti við sig ári og komi þá síðar en þetta vit­um við ekki. Vorið hef­ur líka verið mjög sér­stakt með mikl­um þurrk­um og hita. Kannski hef­ur það áhrif, en við vit­um það bara ekki. Við erum mjög áhyggju­full og ótt­umst það versta en von­um það besta. Það er bara svo mikið sem við vit­um ekki þegar kem­ur að lax­in­um. Og ein­mitt þess vegna held ég að stjórn­völd séu að gera rétt í því að mögu­lega loka ánum tíma­bundið, þar til við vit­um meira.“

Rune bend­ir á lax­eldi í sjó þegar kem­ur að hnign­un á laxa­stofn­um. Hann seg­ir þrjá þætti vega þar þyngst. Laxal­ús­in og erfðameng­un eru þekkt­ir og staðfest­ir áhættuþætt­ir. Hins veg­ar nefn­ir Rune þriðja þátt­inn sem hann seg­ir að hafi fengið litla at­hygli fram til þessa. „Útbreiðsla al­var­legra sjúk­dóma í villta fisk­inn veld­ur okk­ur mikl­um áhyggj­um. SalmonCa­mera hafa fjár­magnað rann­sókn­ir og rann­sókn­aráætl­un frá ár­inu 2013 þar sem farið hef­ur fram rann­sókn á hreistri, tálkn­um, hjarta og nýr­um villtra laxa. Við höf­um séð mjög ógn­vekj­andi niður­stöður úr þeim rann­sókn­um sem tengja villta lax­inn við hættu­lega sjúk­dóma sem hafa þrif­ist og verið vanda­mál í sjókvía­eldi. Sum­ar niður­stöður höf­um við birt op­in­ber­lega í vís­inda­tíma­rit­um en annað hef­ur enn ekki verið birt.

„Þeim er skít­sama“
Það er staðreynd að sjókvía­eldi í stór­um stíl í fjörðum Nor­egs hef­ur leitt til mik­ill­ar fækk­un­ar í laxa­stofn­um. Hins veg­ar er ekki bara hægt í þessu til­viki að beina byss­unni að eld­isiðnaðinum. Það eru svæði í Nor­egi sem ekki búa við sjókvía­eldi og þar er lax­inn held­ur ekki að koma til baka. En það er al­veg ljóst að sjókvía­eldið á stærst­an þátt í að laxa­stofn­ar í Nor­egi hafa minnkað um 85% síðustu þrjá­tíu til fjöru­tíu ár.“

Nor­eg­ur hef­ur alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar varðandi tvær dýra­teg­und­ir þegar kem­ur villtri nátt­úru. Það er villti lax­inn og hrein­dýr­in. Hér fer Rune á flug. „Rík­is­stjórn­in okk­ar get­ur ekki verndað villta lax­inn. Þeim er í raun skít­sama. Og þú mátt hafa það eft­ir mér. En þetta er ekki villti lax rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta er nátt­úr­an okk­ar og barn­anna okk­ar og sam­kvæmt norsku stjórn­ar­skránni þá eig­um við rétt á heil­brigðri nátt­úru sem fóstr­ar fjöl­breyti­leika. Stjórn­mála­menn hafa talað fal­lega um lax­inn en þegar kem­ur að aðgerðum þá er ekk­ert gert.“