Þrjár mest lesnu fréttirnar á fagmiðlinum Salmon Busniess News fjalla allar um landeldi á laxi. Þetta eru verkefni sem eru komin af stað eða eru í undirbúningi. Leiðarminnið er alls staðar það sama. Laxeldi þarf að vera framkvæmt með þeim hætti að það sé annars vegar í sátt við umhverfið og lífríkið og hins vegar að velferð eldisdýranna sé tryggð. Sjókvíaeldi kolfellur á öllum þessum prófum.
Það er ótrúleg tímaskekkja að farin sé af stað uppbygging hér við land iðnaðareldi í opnum sjókvíum.
Stefnumörkun um hvernig staðið er þar að verki er í höndum stjórnmálafólksins okkar sem fer með löggjafarvaldið á alþingi. Umboð sitt til verka sækir stjórnmálastéttin hins vegar til okkar kjósenda og þar getum við öll haft mikil áhrif. Því má aldrei gleyma.
https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/780095969124635/?type=3&theater