„Það komu hérna menn og sátu hérna niðri í búðinni. En það voru engir með þeim. Þeir eiginlega hökkuðu í sig fólkið sem kom og vildi fá krefjandi svör. Ég ræddi sjálf ekki persónulega við þá. Ég treysti mér ekki til þess. Ég veit bara að ég er sár og reið út í stjórnvöld og þessa ríku karla fyrir það að þeir ráðskist hreinlega með firðina okkar,“ segir Þóra Björk Nikulásdóttir í þessari frétt RÚV. Hún er ein fjölmargra íbúa á Stöðvarfirði sem vilja ekki sjókvíaeldiskvíar í fjörðinn sinn.
Fólkið í bænum hefur gildar ástæður til að óttast afleiðingarnar af því að þessi skaðlegi iðnaður komi í Stöðvarfjörð. Í ítarlegri skoskri rannsókn var farið yfir fjölda kaupsamninga á fasteignum í nágrenni sjókvíaeldissvæða við vesturströnd Skotlands. Var verð fasteigna þaðan með útsýni yfir laxeldissjókvíar 20.032 pundum (3,5 milljón krónum) lægra að jafnaði en sambærilegra eigna þar sem ekki sást til sjókvía.