Það vantar upprunamerkingar á umbúðir sem innihalda sjókvíaeldislax. Munið að spyrja í verslunum og veitingahúsum. Hvaðan kemur þessi lax?
Og segjum nei við laxi úr sjókvíaeldi. Þetta er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Skaðar ekki aðeins lífríkið og náttúruna heldur fer líka hræðilega með eldisdýrin.
NASF deildi þessari færslu á Facebook, ásamt myndum úr kæliborðum stormarkaða:
„Myndirnar hér að neðan sýna umbúðir utan um eldislax í verslunum hér á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim er límmiði með lykilspurningunni: Hvaðan kemur þessi lax?
Ef laxinn er úr sjókvíaeldi þá er nauðsynlegt að vita af þeim skaða sem sú framleiðsluaðferð hefur á náttúru og lífríki landsins. Þar að auki er farið ömurlega með þá eldislaxa sem ræktaðir eru í netapokunum. Er það vægast sagt lélegt hjá framleiðendum og dreifingaraðilum að hafa þessar upplýsingar ekki aðgengilegar, sér í lagi þar sem um 69% þátttakenda í könnun Gallup í fyrra sögðust vilja vita hvort lax komi úr sjókvíaeldi.
Stöndum vörð um náttúru Íslands og segjum nei við laxi úr sjókvíaeldi!
The pictures below show the packaging of farmed salmon products sold in Icelandic stores. On them is a sticker with the key question: Where does this salmon come from?
If the salmon is farmed, it is necessary to know about the damage that this production method has on the nature and biodiversity. In addition, the farmed salmon that are raised in theses net pens are treated incredibly badly. It is, to say the least, very poor that the producers and distributors of these products do not have this information available, especially since 69% of participants in a Gallup survey last year said they want to know if the salmon comes from open net pen salmon farming.
Let’s protect Iceland’s nature and say no to farmed salmon from open net pens!“