Við fengum þessa mynd senda frá vökulum starfsmanni ónefnds fyrirtækis. Hún er tekin í mötuneytinu þar sem lax var á boðstólunum þann daginn.

Hvaðan kom laxinn sem starfsfólkinu var boðið upp á? Úr sjókvíaeldi sem skaðar umhverfið, lífríkið og eldisdýrin? Eða úr landeldi?

Munum að spyrja alltaf. Við viljum upprunamerkingar og rekjanleika.

Stöndum vörð um náttúru Íslands. Segjum nei við laxi úr sjókvíaeldi.