Þetta eru mikilvægar spurningar frá Halldóru Mogensen til sjávarútvegsráðherra og af gefnu tilefni. Skemmst er að minnast milljarða kostnaðar við hreinsun eftir sjókvíaeldi við Svíþjóð, sem mun falla á almenning.
Í frétt MBL kemur meðal annars fram að Halldóra „spyr ráðherra hvort kannaður hafi verið mögulegur kostnaður við hreinsun hafsbotns í fjörðum, þar sem laxeldi hefur verið stundað í opnum sjókvíum, þegar til þess kemur að starfsemi ljúki. Þá spyr hún hver myndi greiða slíkan kostnað.
Þá spyr Halldóra hvort einhverjar reglur séu í gildi, eða fyrirmæli frá ráðherra, um hvernig ganga skuli frá sjókvíum þegar laxeldi er hætt. Og ef ekki, þá hvort áform séu uppi um að gefa slík fyrirmæli eða setja slíkar reglur.“