Eldislax er enn að drepast í stórum stíl í sjókvíum við Noreg vegna þörungablóma. Sjókvíaeldisfyrirtækin hér við land hafa einnig glímt við fiskidauða á undanförnum mánuðum, rétt eins og þau gerðu í fyrra.
Samkvæmt umfjöllun SalmonBusiness:
„New data from The Norwegian Directorate of Fisheries show more than 7,8 million salmon, at a weight of over 13,800 tonnes, has died because of the algae bloom.
Thursday fish farmer Nordlaks reported that their site Stormneset, in Nordland, has been hit by the algae bloom. So far at least 20,000 fish are dead, out of the 600,000 salmon at the site. …
Thursday Cermaq reported that they are evacuating four million salmon out of three sites in the Sagfjord area in Nordland.“
Sögulega eru svo til enn hrikalegri dæmi hér um stórfelldan dauða í kvíum. Marglyttur steindrápu til dæmis eldislax í Mjóafirði fyrir austan árið 2007 með þeim afleiðingum að sjókvíaeldi þar var hætt.
Svona var sagt frá því í árskýrslu dýralæknis fisksjúkdóma á sínum tíma:
„Marglyttur hafa reynst afar skæðar út af Austfjörðum og valdið miklu tjóni í laxeldi í sjókvíum mörg undanfarin ár. Hér hefur verið á ferðinni hin eitraða brennihvelja Cyanea capillata. Miklar breiður hafa rekið inn Mjóafjörð í lok ágúst og fram eftir september og drepið mikið af eldislaxi. Ætandi eiturefni sem marglyttan seytir frá sér valda alvarlegum skemmdum á þekjufrumum tálkna og að auki myndast brunasár á roði sem tækifærissýklar setjast í og valda sýkingu. Segja má að þessi árlega og jafnframt skaðræðis innrás marglyttunnar sé ein helsta ástæða þess að Sæsilfur hætti öllu laxeldi í Mjóafirði í júlí 2007.“