Minnkandi eftirspurn eftir eldislaxi og lækkun á heimsmarkaðsverði eru orsökin fyrir því að færeyska laxeldisfyrirtækið Bakkafrost varð að segja upp helmingi starfsfólks síns.
Er þetta upphafið af endalokum gullgrafaraæðisins hér á Íslandi, þar sem átti að strauja yfir umhverfið og lífríki með stórfelldu iðnaðareldi í opnum sjókvíum?
„Laxeldisfyritækið Bakkafrost í Færeyjum hefur sagt upp helmingi af öllu starfsfólki sínu vegna minnkandi eftirspurnar eftir eldislaxi. Fyrirtækið hefur gert færri sölusamninga en áður og einnig hefur lækkun á heimsmarkaðsverði á eldislaxi haft áhrif á afkomu fyrirtækisins.
147 starfsmönnum, af þeim 300 sem hafa starfað í vinnslustöð Bakkafrost, var sagt upp í gær.“