Þróunin í landeldinu er hröð og verðmæti fyrirtækja í þeim geira fara hratt vaxandi. Þessi risavaxna landeldisstöð í Miami sem Salmon Business fjallaði um mun framleiða tug þúsund tonna af laxi á ári. Verðmæti hennar er nú metin á um 70 milljarða íslenskra króna.
Stórar stöðvar sem þessar eru að rísa um allan heim. Margar af þeim byggja á tækninýjungum á endurnýtingu á vatni, sem munu stórlækka rekstrarkostnað.
Greinendur á markaði með eldislax segja að þegar þessar stóru stöðvar verða komnar í fullan rekstur í framleiðslu fyrir sinn heimamarkað munu fyrstu fórnarlömb í röðum keppinautanna vera sjókvíaeldisfyrirtæki sem þurfa að fljúga sinni afurð um langan veg á markað.