Matvælastofnun rannsakar nú hvort Arctic Fish hafi brotið gegn skilyrði í starfsleyfi með því að viðhafa ekki ljósastýringu í laxeldiskví sinni.
Svo virðist sem allt sé gert illa hjá þessu fyrirtæki. Arctic Fúsk. Allavegana 3.500 fiskar sluppu úr kvínni.
Heimildin ræddi m.a. við Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun:
„Við erum að rannsaka málið en það er svolítið erfitt að tjá sig um þetta á þessari stundu. Þetta er spurning um hvort ljósastýring hafi ekki verið viðhöfð seinni veturinn sem fiskurinn var alinn. Það er skilyrði í rekstrarleyfi að þeir eigi að viðhafa ljósastýringu frá 20. september til 20. mars,“ segir Karl Steinar.
Tekið skal fram að slíkt brot á ákvæðum rekstrarleyfis er hins vegar ekki brot á lögum um fiskeldi.“