Norski lúsameðhöndlunarbáturinn Ronja Strand hefur verið við sjókvíar á Vestfjörðum í sumar. Eldislöxunum er dælt um borð í bátinn þar sem þeir eru settir í heitt vatni og spúlaðir til að losa af þeim laxalýsnar.
Þetta er grimmileg meðferð sem veldur eldislöxunum sársauka. Fyrst er þeim dælt í tanka um borð í bátnum þar sem þeim er gefið deyfilyf áður en þeim er dælt áfram í sjálfa meðhöndlunartankana.
Álagið af þessari meðferð er mikið á eldisdýrin og á stóran þátt í háu dauðshlutfalli í sjókvíaeldi samkvæmt rannsóknum í Noregi.
Norski ríkisfjölmiðilli NRK sýndi í vikunni myndskeið af því hvernig eldislaxinn berst um af sársauka þegar hann er settur í heitt bað.
Þetta er ömurleg meðferð á dýrum.
Myndin sem hér fylgir sýnir Ronju Strand (blái báturinn) við sjókvíar Arctic Fish í október í fyrra þegar neyðarástand var vegna gríðarlegs lúsafaraldar í sjókvíum fyrirtækisins.
Þegar upp var staðið höfðu Arctic Fish og Arnarlax slátrað og fargað tæplega tveimur milljónum eldislaxa sem voru svo illa særðir af lúsinni að þeir áttu sér enga lífsvon.
Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.
Veiga Grétarsdóttir Sulebust tók myndina.