„Við finnum að áherslur okkar í umhverfis- og lýðheilsumálum, skipta viðskiptavinina máli,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, sem hlaut Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2019.

Ein af mest lesnu færslum árið 2019, á þessari síðu okkar hjá IWF, fjallaði um þá ákvörðun Krónunnar að bjóða eingöngu upp ferskan lax sem kemur úr landeldi. Sjókvíaeldi skaðar umhverfið og lífríkið. Það er frábært að geta beint viðskiptum sínum til verslana sem láta sér annt um náttúruna.

Viðskiptablaðið:

„Í apríl 2019 fékk Krónan Kuðunginn, sem er umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Viðurkenninguna fékk Krónan fyrir að hafa síðustu árum markvisst unnið að samfélagslegri ábyrgð og umhverfismálum í sínum rekstri. Í nóvember hlaut fyrirtækið viðurkenningu frá Samtökum atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Viðurkenninguna fékk Krónan fyrir að hafa haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt og fyrir að sýna frumkvæði með nýjum verkefnum til að draga úr sóun og umhverfisáhrifum fyrirtækisins. Þessu til viðbótar fengu tvær verslanir Krónunnar svansvottun Umhverfisstofnunar núna í haust og er það í fyrsta skiptið sem verslun fær slíka vottun.“