Hlustum á Matthías Sævar Lýðsson, bónda á bænum Húsavík!
Fiskifréttir ræddu við Matthías:
,„Ég held að menn ættu að anda með nefinu,“ segir Matthías Sævar Lýðsson, sveitarstjórnarmaður í Strandabyggð, sem lýsir efasemdum með fiskeldi og þararæktun í Steingrímsfirði.
…
„Það er hægt að benda á það að allt eldi laxfiska er bannað með auglýsingu frá ráðherra frá 2004 innan línu sem er dregin frá Geirólfsgnúp á Siglunes, þvert fyrir Húnaflóa og Skagafjörð,“ segir Matthías sem varar síðan eindregið við þeim áhrifum sem fimmtán þúsund tonna fiskeldi hefði á lífríki Steingrímsfjarðar ef af yrði.
„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað verið er að tala um mikið magn,“ segir Matthías. Eldið þurfi mikla fóðurgjöf sem verði að skít í lokuðum firði.
„Það skortir grunnrannsóknir á lífríkinu í firðinum. Þó eru menn nokkuð vissir um þar séu mikilvægar uppeldisstöðvar fyrir þorsk og ýsu í Húnaflóa. Og þetta eru uppeldisstöðvar fyrir smásíld,“ segir Matthías og bætir við að Steingrímsfjörður sé einn besti hvalaskoðunarstaður Íslands, ekki síst vegna þess að þar sé nánast alltaf sjóveður.
… „Síðan eru bátar frá Hólmavík og Drangsnesi sem stunda línuveiðar í þessum firði, sérstaklega að vetrarlagi,“ heldur Matthías áfram og hvetur menn til að hugsa sig.
„Ætla menn að fylla hvalaskoðunarfjörðinn af þararæktarlínum eða eldiskvíum?“ spyr hann og segir opið sjókvíaeldi þess utan á útleið, meðal annars vegna þess hversu afföll séu mikil og nýting á hráefnum slök. „Menn eru að draga í land í bókstaflegri merkingu.“ …