Þetta er sagan endalausa.
Tilkynnt um gat á sjókví Arctic Fish:
Þann 31. janúar síðastliðinn fékk Fiskistofa tilkynningu frá Arctic Fish um að 30 x 10cm gat hefði fundist á sjókví númer 7 í Haukadalsbót í Dýrafirði.
Gatið fannst þegar netpoki var skoðaður með neðansjávardróna. Gatið var á um það bil 2 metra dýpi. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var virkjuð, gert var við gatið og net lögð við kvínna. Ekki veiddust laxar í netin samkvæmt upplýsingum frá Arctic Fish.
Fiskistofa telur ekki miklar líkur á því að fiskar hafi sloppið út um gatið, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Fiskistofa mun ekki aðhafast frekar vegna málsins nema fram komi upplýsingar um að vart verði við eldisfiska í nærliggjandi svæðum eða veiðivötnum. Ábendingum þar að lútandi má koma til Fiskistofu á netfanginu fiskistofa@fiskistofa.is.