Nýtt skúbb hjá Stundinni: Gat kom á sjókví á vegum Arnarlax.

Sjókvíar eru bara netapokar með fiski í sjó. Þetta gat kom líklega þegar fóðurbátur rakst utan í netin. Tilviljun ein að það var ekki stærra. Þetta er svo frumstæð og takmörkuð tækni að slys eru óhjákvæmileg.

Skv. frétt Stundarinnar:

„Gat myndaðist á eldiskví hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Arnarfirði í september síðastliðnum og var Matvælastofnun tilkynnt um gatið þann 8. þess mánaðar. Matvælastofnun er ein af þeim ríkisstofnunum sem hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækja. Gatið var 3,5 cm sinnum 5,25 cm stórt og flatarmál þess því rétt rúmlega 18 sentímetrar. Matvælastofnun fékk skýrslu um gatið frá Arnarlaxi en hún var ekki birt opinberlega líkt og tvær skýrslur frá eldisfyrirtækinu um nýleg óhöpp í eldi þess í Tálknafirði og í Arnarfirði á Vestfjörðum nú í febrúar.“