Mikill dauði eldislaxa í sjókvíunum er óverjandi segir fyrrum forstjóri Mowi til tíu ára, Alf-Helge Aarskog, í viðtali sem birtist í fagmiðlinum Intrafish í dag. Hann segir að fyrirtækin verði að verja eldisdýrin betur. Hans ráð er að hætta hefðbundnu sjókvíaeldi í opnum netapokum.

„Alf-Helge Aarskog, who spent a decade at the helm of Norwegian salmon farmer Mowi, is advising the industry to shift away from traditional open netpens in favor of growing smolt to a larger size on land, as well as greater use of submersible cages and closed containment systems at sea.“

Mowi er móðurfélag Arctic Fish sem stundar sjókvíaeldi á Vestfjörðum og hefur látið meira af eldislaxi drepast í sjókvíunum hjá sér en þekkist í Noregi.

Starfsmenn fyrirtækisins, þar fremstur í flokki Daníel Jakobsson, verja það sem Alf-Helge kallar óverjandi og hagsmunasamtök sjókvíaeldisfyrirtækjanna, SFS, berst gegn ákvæðum fyrir bættri dýravelferð í þessum grimmdarlega iðnaði.

Við skiljum ekki fólk sem vill græða á því að fara svona með dýr.

Viðtalið má lesa á síðu Intrafish (áskriftar krafist)