Skýrsla Matvælastofnunar er ótrúleg yfirlestrar. Stjórnendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna fyrir vestan stóðu þannig að verki að ástand vegna laxalúsar fór algerlega úr böndunum með skelfingum afleiðingum fyrir eldisdýrin sem þeir báru ábyrgð á.
Þarna er lýst atburðarás sem einkennist af ófaglegum vinnubrögðum og skeytingarleysi gagnvart velferð eldislaxanna. Þetta er sorglegt mál á allan hátt.
„Matvælastofnun segir að með fyrirhyggjusemi hefði Arctic Sea Farm getað leitað aðstoðar við slátrun í sláturhúsi Arnarlax í Bíldudal, þar sem engin vinnsla var í sláturhúsinu á þeim tíma. Þá telur MAST að sviflægar lirfur hafi borist frá kynþroska kvenlúsum í Kvígindisdal og rekið í straumstefnu yfir í Tálknafjörð á eldissvæði Arnarlax í Laugardal og eldissvæði Arctic Sea Farm í Hvannadal. …
Það er mat Matvælastofnunar að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu lúsarinnar ef viðbrögð rekstraraðila og viðbragðsáætlanir hefðu verið samræmdari og ítarlegri. Þá hefði þurft að samræma lyfjaval og vinna markvisst að úrbótum en einnig hefði mátt samnýta búnað og mannskap.“